VERTU MEÐ

Velkomin í Nordexcel! 

Lausnir til umbóta í lífi og starfiskref fyrir skref 

Hér mætast árangur og innsæi, skipulag og sveigjanleiki. Nordexcel styður við þig til að byggja kerfi sem virka – hvort sem þú ert stjórnandi, frumkvöðull, skipulagsperri eða einfaldlega manneskja sem vantar skýrari tilgang og skipulagðari rútínu.

Nordexcel býður ekki bara upp á námsskeið.
Við bjóðum þér afburðaskref - rafræn og hagnýt skref til umbóta. Þú framkvæmir á þínum hraða, án þess að ráða ráðgjafa eða lesa gríljón bóka. Þú færð það sem skiptir máli – hnitmiðað, hagnýtt og hugsað fyrir alvöru fólk í alvöru lífi. Við hjálpum þér að:

  • ná utan um verkefnin þín og TO DO listann
  • skapa kerfi sem virka
  • leiða af heilindum og með innri styrk
  • finna tilgang og jafnvægi í daglegt líf

Og þegar (og ef) þú þarft meiri stuðning, þá erum við hér – með valkosti fyrir dýpri vinnu, vinnustofur eða persónulegan stuðning.

AF STAÐ

Skref fyrir skref með stuðning þegar þú vilt

Sparaðu tíma, pening og púður - við höfum gert undirbúninginn

Byrjaðu núna - við sjáum um rest! 

Hvað viltu vinna með núna?   

Skipulagið sem gleymist, stjórnunarkerfið sem löngu er orðið úrelt, leiðtogann sem þarf orku eða hugmyndina sem er alltaf að bíða. Við höfum lausn! 

🌟Afburðastjórnun
Ég er stjórnandi (eða verð það!) og vil laga úrelta stjórnun, setja upp kerfi sem virka – og sleppa við flókin skjöl og óþarfa fundi.

🌸Afburðaleiðtoginn
Mig langar að leiða af heilindum, með fókus og innri ró – án þess að gleymast sjálf/ur í öllu saman.

🌈Afburðaskipulag
Ég er skipulagsperri (eða vil verða það). Póst-it, kaós og tíu open tabs – tími til kominn að setja allt í samhengi og skapa rými.

🌱Afburðabyrjun
Ég er föst/fastur – í sófanum, í tilverunni eða á hamstrahjólinu. Tími til að endurhugsa lífið með aðstoð frá japanskri heimspeki og skipuleggja næstu skref.

Ferðalagið hefst hér 


Ekki endilega með köku og kampavíni... heldur skýrum fókus og skrefum sem virka! Veldu upphafsstaðinn sem passar þér núna.

Stjórnunin undir stjórn?

Afburðastjórnun

Fyrir stjórnendur og teymi sem vilja nútímalegt og einfalt stjórnunarkerfi – með fókus á árangur, ekki flækjur og tímasóun.
Við leggjum áherslu á framkvæmd umfram skjöl, skýrleika umfram klisjur og lausnir sem virka í alvöru – ekki bara á glæru.

KANNA PRÓGRAMMIÐ

Leiðir þú eða logar þú?

Afburðaleiðtoginn

Fyrir konur og önnur kyn sem vilja efla forystuhæfni og sjálfsrækt – byggt á jafnvægi, visku og innri styrk.

Fyrir öll þau sem vilja leiða með hjartanu að eflingu einstaklinga og teyma með árangur heildarinnar að leiðarljósi.  

Ferðalag fyrir þau sem vilja leiða af heilindum – án þess að gleyma sjálfum sér í leiðinni.

SJÁ MEIRA!

Post-it á flótta?

Afburðaskipulag

Fyrir skipulagsperra, listilega listrænar týpur og þreytta to-do lista – sem vilja loksins ná yfirsýn, einfalda daglegt líf og skipuleggja með gleði.

Þetta er litríkt og skref-fyrir-skref skapandi skipulag fyrir raunverulegt líf – þar sem rútína, sveigjanleiki, skyldur og sálarkonfekt fá að mætast.

Og ef stór verkefni eða viðburðir eru framundan.. gætum við lumað á skipulagslausninni fyrir það líka!

FÁ YFIRSÝN

Sófinn eða hamstrahjólið?

Afburðabyrjun

Fyrir þau sem eru föst í tilverunni – í örmögnun, óánægju eða endalausri keyrslu. Þetta er mjúk og markviss byrjun á umbótum í lífi og starfi.

Með Ikigai að leiðarljósi færðu að stoppa, endurmeta og forgangsraða því sem skiptir máli – og byggja líf sem passar þér, ekki bara öllum hinum.

Þú þarft ekki að vita hvert þú ert að fara. Þú þarft bara að hægja – og byrja.

BYRJA HÉR

Hver er á bak við þetta? 

Agnes Hólm
er sennilega eini verkfræðingurinn á Íslandi sem hóf framhaldsskólagönguna í hárgreiðslunámi.
Hún hefur lesið vandræðalega mikið af bókum og rannsóknum um árangursríka stjórnun og í rökrænu framhaldi skrifað bækurnar Afburðaárangur og Afburðastjórnun, auk þess að kenna stjórnun og umbótastarf á háskólastigi.
Agnes er með IPMA C alþjóðavottun í verkefnastjórnun og hefur m.a. starfað sem umbótasérfræðingur, verkefnastjóri, gæðastjóri, stjórnarmaður,  framkvæmdatjóri, stjórnunarráðgjafi og deildarstjóri verkefnastofu. Nýjasta rósin í hnappagatið er Ikigai markþjálfun en ástríðan liggur í að hjálpa fólki að gera bæði vinnuna og lífið skemmtilegra og einfaldara.
SJÁ MEIRA

Who is Kate?

Quick introduction about you and how you and your past achievements will help the reader reach their goals. Build the bridge between the reader and your experience, so they can live the dream.
ipsum dolor sit amet, metus at rhoncus dapibus, habitasse vitae cubilia odio sed. Mauris pellentesque eget lorem malesuada wisi nec, nullam mus. Mauris vel mauris. Orci fusce ipsum faucibus scelerisque.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Proin non ultricies neque. Nunc sit amet accumsan lorem. Aliquam erat volutpat. In efficitur laoreet elit. Sed ut metus quam. In varius ante vel ipsum facilisis facilisis.

READ MORE